Sunday, April 13, 2014

Oreo Bomban

Jæja loksins komið að því að ég stofnaði blogg...
Búin að fá margar fyrirspurnir afhverju ég er ekki með matarblogg og núna er komið að því og fyrsta sem fær að njóta sín er meistaraverkið mitt 

-Oreo Bomban -Ég byrjaði að þróa þessa köku fyrir 3 Sunnudögum, þannig seinustu Sunnudaga hefur þessi bomba fengið að vaxa og dafna ( já er búin að vera með pínku þráhyggju út í að gera þessa köku fullkomna). Allt í einu fékk ég brjálað cravings í Oreo og þar sem mér finnst það eitt og sér ekkert spes þá ákvað ég að baka úr því.
Í því sama fékk ég cravings í kremið sem mamma gerði alltaf á djöflaterturnar í denn og ákvað ég að mixa þetta einhvernveginn.
Frumraunin var bara ein hæð með smá oreo kexi í deiginu og ofan á. Tilraun nr 2 varð tvær hæðir en svo í viku nr 3 fór ég alveg í  smáatriðin , velti mér mikið uppúr því hvernig ég gæti gert hana fullkomna og úr því varð þessi súper ofur girnilega og bragðgóða kaka. Já ég elska mat og er fullkomnunarsinni þegar að því kemur.

Botninn:


 • 250 ml sjóðandi vatn
 • 6 msk bökunarkakó, sigtað
 • 120 g Sukrin púðursykur
 • 130 g smjör, við stofuhita
 • 150 g sykur
 • 2 stór egg
 • 230 g hveiti
 • ½ tsk lyftiduft
 • ½ tsk matarsódi
 • 2 tsk vanilludropar
 • 2 venjulegir oreo kex kassar
 • 1 oreo kex kassi með súkkulaðihjúp
 • 1 oreo kassi með hvítu súkkulaðihjúp
Aðferð:
Ofn hitaður í 180 gráður og tvö 20 cm form smurð að innan (ath. þetta eru fremur lítil form). Kakó og púðursykurinn hrært út í heita vatninu í skál, skálin lögð til hliðar.


Smjör og sykur hrært saman í hrærivél eða með þar til blandan verður létt í sér. Þá er eggjunum bætt út í, einu í senn, hrært á milli. Því næst er hveiti, lyftidufti, matarsóda og vanilludropum bætt út í. Svo er vatninu sem búið var að blanda með púðursykri og kakói bætt út í og deiginu blandað vel saman. Svo tek ég heilan kassa af kexinu án hjúps og set í matvinnsluvél og læt það mixast þangað til það er orðið mjög fínt og bæti ofan í deigið og hræri það með sleif.


Því næst tek ég Oreo kexið með brúna súkkulaðihjúpinu og brýt það í stóra bita ofan í deigið. Í sirca 4-5 bita hvert kex og hræri það líka með sleif.

Deiginu er svo skipt á milli bökunarformanna tveggja og bakað í um það bil 30 mínútur við 180 gráður eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn. Kökurnar eru látnar kólna alveg áður en kremið er sett á milli botnanna og smurt utan á kökuna. Á meðan kakan bakast þá geturu dundað þér að gera kremið og karmelluna.
Kremið:
Mmmm fæ vatn í munninn á að hugsa um þetta krem. Þetta er einfaldasta krem sem ég hef gert en samt það besta sem ég geri. Mamma mín var vön að gera þetta krem og er það fullkomið með þessari köku.
Eina sem þarf í það er sykur og eggjahvítur, ég vill hafa mikið krem á kökunni minni en þið getið gert eftir smekk. Ég set 4 eggjahvítur í glas og sykurinn er aðeins meira heldur en eggjahvíturnar ná upp að glasinu.Þannig þú getur fundið út jafnvægið með að setja í bolla eða glas hvíturnar fyrst og sjá þannig út hversu mikið af sykri fer á móti.

Þetta fer bara í skál og þeyta þangað til að ég getur hvolft skálinni án þess að kremið leki úr, á að vera alveg stíft. Ég set nokkra vanilludropa en held að það yrði sjúkt að skafa úr vanillustöng frekar. (Geri það næst) ;) Væri örugglega hægt að nota sukrin + sykur í staðinn fyrir venjulegan til að gera kremið aðeins hollara .Hef ekki prófað það en hef trú á að það sé örugglega jafn gott.

Karmellan:

100 gr sukrin púðursykur
50 gr avage síróp
70gr smjör
3/4 dl rjómi

Set allt í pott á vægan hita þangað til þykknar... Ég leyfi henni síðan síðan aðeins að kólna áður en ég set hana á kökuna

Lokapunkturinn:

Núna er kakan tilbúin úr ofninu og eins og ég sagði hérna ofar að leyfa henni að kólna aðeins, allt í lagi þótt hún sé smá volg bara þannig að kremið bráðni ekki af.


Tek annan botninn og set á disk, smyr svo kremi yfir.Næst tek ég hinn Oreo kex pakkann án hjúps í matvinnsluvélina og rétt set hana á pulse bara þannig að það brotni aðeins, ekki of smátt og ekki of stórt og myl svo yfir kremið á fyrsta hlutanum, passa samt að setja ekki allt kexið á , skil eftir smá til að geta skreytt kökuna aðeins meira í endann.


Því næst tek ég teskeið og set karmelluna yfir.


Þá tek ég seinni botninn og leggur yfir herlegheitin.Svo dunda ég mér við að setja restina af kreminu á kökuna mmmm

Því næst tek ég oreokexið með hvíta hjúpnum og brýt það í alskonar bita á toppinn. Tek síðan teskeið og set karmelluna yfir það. Í endann tek í síðan restina af venjulega Oreo kexinu í matvinnsluvélinni og  strái yfir og aðeins á hliðarnar 
. Þá er bara þessi elska tilbúin til að bjóða upp á.

Gjöriði svo vel !

2 comments: